Friday, February 04, 2005
Dagur föstu og frjálsra áta
Jamm það er dagur föstu og er það vel, ótrúlega vel í raun þar sem ég hef ákveðið að vinna bara annan dag þessarar helgar og á því heila frídag í vændum. Var ágætt áðan þá var að hætta starfsmaður og nýr að byrja hjá ENEX sem er fyrirtæki að hluta í eygu VGK og var sendur póstur á liðið um að það væri með kaffinu upp á fjórðu hæð þar sem þeir eru til húsa. Þar mætir múgur og margmenni og ég og þegar þangað er komið kemur í ljós að sá sem að keytpi inn hélt að það væri bara enex að mæta í kaffið en þau eru að ég held 5!!! Ein lítil súkkulaði kaka og ein vínarbrauðslengja!! Frekar kómískt og vandræðalegt þannig að forstjórinn skellti sér í bakarí og reddaði dæminu með sóma. Já ætti að vera kaffi á hverjum föstudegi væri eðal siður verður að segjast!!
En megið þið eiga góða helgi landsmenn nær og fjær og farið varlega í ölæðið!!
1 comment:
god byrjun
Post a Comment