Thursday, February 24, 2005

Klipping taka tvö



Já þar sem mér virðist sem að ég hafi hreyft við mönnum með bloggi gærdagsins finnst mér tilvalið að taka þá umræðu upp að nýju. Klipping er ekki óþryfalega vinna og er þar að auki þægileg innivinna og því ekki réttlætanlegt að leggja slík álög á eins og gert er með marga smíðavinnu. Menn eru í fínni aðstöðu til að sosíalsera með öðrum manneskjum og því er ekki um einmannalega vinnu að ræða heldur. Þar sem að í flestum tilfellum er verið að fylgja tískustraumum sem að aðrir hafa lagt út er heldur ekki hægt að tala um að menn séu að fremja list, frekar að kópera verk annara. Verið getur að námið sé lengra en ég sagði í gær en nám í skóla er ekki nema fárar annir restin er í vinnu. Þá er ég kominn að því atriði sem að mig langaði til að spjalla um. Nemalaun iðnnema: Í gær var ég rukkaður um 2650kr fyrir klippingu sem tók ekki langan tíma og spurningin er sú hver græðir. Flestar stofur eru í eigu klippara og eru flestar reknar að stórum hluta með nemum sem eru þarna sem hluti af sínu námi. Nemalaun í hárgreiðslu, þjóni og kokki eru eitthvað um tæpar 60 eða 70 þúsund krónur á mánuði síðast þegar ég heyrði. Það má því ljóst vera að neminn er ekki að fá margar krónur af þessum 2650 sem að títtnefndar hafa verið. Einhver er því að græða bara tölvert á meðan að viðkomandi er að svína á nemanum sínum. Og ef að menn eru ekkert að græða á þessu hvernig fara þá svona menn eins og Siddi rakarki að því að vera alltaf á nýjustu gerð af LandCruserum og fínt fínt??? Nei ég stend á því sem ég segi það er allt of dýrt að fara í hárskerðingu og mæli með Torfaaðferðinni fyrir sem flesta til að þvinga verðið niður! Og hananú!

No comments: