Friday, February 25, 2005
Tímapressa
Já síðustu orð um klippingar. Einungis konur hafa verið í því að verja klippara með misgóðum rökum og velti ég því fyrir mér hvort að þær séu nokkuð svo ósammála mér og séu meira að réttlæta þetta fyrir sjálfum sér að vera búnar að eyða yfir 100 þúsund krónum á ári í klippingar??? Nei ég bara spyr. Að öðru þá er ekki verði heldur er búið að drekkja mér endanlega í vinnu. Núna er ég í þremur stórum verkum sem eru öll um það bil fallin á tíma og maður þarf að fara að velja það verk sem verst stendur í það og það skiptið til að vinna í á daginn. Næstu vikur verða ekki ljúfar en vonandi fer nú að róast upp úr því (ekki það að mér þyki það sennilegt en maður verður að vona). Svo er það afmæli hjá pjakknum um helgina og því verður enginn tími til vinnu um helgina jamm það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna!
No comments:
Post a Comment