Tuesday, March 01, 2005

Lungnabólga



Já til stóð að halda barnaafmæli um helgina en því varð að fresta sökum þess að sá litli var kominn með lungnabólgu. Loksins þegar hann var búinn að ná sér af þessari flensu og búinn að vera hitalaus í eina 6 daga, vaknaði hann með 40°C hita og allt í mínus og við létum tékka hann daginn eftir og hann þá kominn með lungna bólgu og verður inn næstu vikuna í það minnsta!! Ég var því heima með hann í gær þar sem Svanhildur er með framsögu í skólanum í dag og kominn í algera tíma þröng. Ég er það svo sem líka og stressið á manni er um það bil að byrja að segja til sín. Maður er alltaf að sjá það betur og betur að maður hefði átt að drullast í bakarann eins og einn góður kennari minn úr vélskólanum var ætíð duglegur að benda mönnum á ef að þeir voru eitthvað að kvarta!!

No comments: