Monday, June 27, 2005

Dagur í sveitinni



Jamm búið að vera mikið að gera undanfarið. Nina og Sven (Nina er dönsk frænka mín og Sven maðurinn hennar) komu til landsins og buðu íslensku ættingjunum út að borða í Perlunni, 27 manns eða svo!! Var mjög skemmtilegt kvöld, svo var farið heim til Didda og spjallið hélt áfram þar! Mamma og pabbi komu svo í kaffi á laugardaginni og Þórdís og Guðný með þeim, Svanhildur bakaði vöflur og heitt brauð, ekki ruslið í því! Svo skutlaði ég þeim mæðginum Svahildi og Ástþóri Erni í sveitina í gær og kom svo bara aftur í bæinn í morgunni. Fínt að komast í sveitina, við tengdapabbi stóðum með skóflu í hönd og skófum mold af gróðurplasti fyrir garðrækt í nokkra tíma, svo skelltum við okkur á hestbaka í kvöldsólinni og enduðum daginn á að skella okkur í pottinn. Ekki afleitur sunnudagur það verður að segjast, en hinsvegar verður að viðurkennast að skrifstofumaðurinn finnur mjög örugglega fyrir skrokknum á sér í dag!! Er með strengi svona um það bil allstaðar!!! Mein hollt að hreifa sig svona, maður ætti að gera meira af því!

No comments: