Sunday, September 18, 2005

Dagur sunnu í rigningunni!



Já síðasta vikan var framkvæmd upp á Hellisheiði og er það í raun vel. Ótrúlega skemmtileg tilbreyting að standa upp frá tölvunni og vara í smá fýsískri vinnu, klifra upp á undirstöður og niður í grunna, fá veðrið í andlitið etc! Var reyndar full mikið af því góða á föstudaginn, var við annan mann að mæla nákvæm hnit á niðursetningarpunktum fyrir skiljurnar mínar. Sá var að stjórna alstöð þeirri er mælir hnitin og ég var því á speglinum sem segir alstöðinni hvar mælipunkturinn er! Nema hvað að undirstöðupunkturinn er beint undir skiljunum og þurfti ég því að vera þar með spegilinn. Væri svo sem ekki stórmál nema að það rigndi eldi og brennisteini þennan dag og því lak allt vatnið sem lenti á skiljunni niður skiljuna og féll af henni undir skiljunni sem var þá nákvæmlega þar sem ég var stað settur og nánar þar sem hálsmálið á mér var staðsett!!!! Ja það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna!

No comments: