Saturday, September 24, 2005

Lappinn



Já maður er bara kominn með laptop í vinnunni og er það vel. Er búinn að vera hálf tölvulaus upp á heiði fram að þessu, fengið að skjótast í vélarnar hjá Brjáni og Torfa þegar þeir hafa þurft að stökkva út. En nú er sem C breiting þar á kominn með þessa fínu Dell vél og allt klárt. Kom henni inn á þráðlausa netið hérna heima eftir mikið streð, þetta á nú að steinliggja allt saman en gerir sjaldnast þegar á hólminn er komið. Þurfti að diseibla netkortinu til að fá þetta til að virka!! En nú er sól úti og laugardagur og ég nenni ekki í vinnuna, tek kanski nokkra tíma í dag hérna heima maður er jú með vinnuvélina heima :-)

No comments: