Wednesday, May 28, 2003

Dagur miðrar viku og er það vel, þar sem það þýðir að helgin er í nánd. Það vill ekki svo vel til að einhver hafi í fórum sínum Matlab vigur, i.e. meðal orkunotkun heimilistælja á hverjum klukkutíma ársins??? Nei var bara að spá mig vantar einn slíkann og ég nenni ekki að búa hann til. Þannig er nú það. Metallica að koma með nýja plötu maður verður að fara að skreppa á netið og stela henni áður en hún kemur út, alveg ómögulegt að vera ekki kominn með hana (eða hænu) í hendurnar áður en Jón Kókaínsali Ólafsson verður farinn að græða á henni. Magnað að sá maður gangi enn laus, múltí milli en samt með 75þús eða svo í mánaðarlaun samkvæmt opinberum plöggum. Þá er það spurningin af hverju hefur hann ekki verið stoppaður (einhver smá rasía í gangi núna). Það kemur í rauninni bara eitt til greina að mínu viti. Maðurinn er búinn að vera að sjá fyrirmönnum þjóðarinnar fyrir ólöglegum efnum á þeirra yngri árum (og sumum efalaust enn) og hann hefur það á þá helvíska og því þora þeir ekki að hreyfa við honum. Hvernig hljómar kenning þessi?? Almennt þykir mér ekki nógu mikið af samsæriskenningum í gangi og því verður maður að búa til sínar eigin.


No comments: