Friday, May 16, 2003

Góðan og blessaðan daginn er við fös er kenndur. Sit hérna uppi í skóla, um það bil einn á svæðinu, held að það sé þó a.m.k. einn til viðbótar hérna, heyrði hurðarskell áðan. Magnað! Það er einhver fjandans þjóðarhomma dagur hjá dönunum (Grundlovsdagen eða eitthvað álíka heimskulegt). Það þýðir að allt er lokaða í dag og lestar keyra með tveggja vetra millibili. Í ofanálag eru ekki nema 7°C úti og það er drullukalt í mörkinni. Annars er fínt að vera bara einn að nördanst hérna í skólanum. Sit og er að hlusta á nýja Placebo diskinn sem datt inn á tölvuna mína í gær með undraverðum hætti :-). Fín smíði hjá strákunum, FÍN. Fór að veita þessu bandi athygli fyrir alvöru þegar þeir og Bowie leiddu saman hestasveina sína í laginu "With out you I'm nothing", dúndur slagari það og ef menn kannast ekki við það mæli ég með : CNet og Kaaza 2.1 og svo bara sækja fjandans lagið. Er svo að fara að skreppa í útibolta, það er völlur einhverstaðar á campusnum en þar sem lengsta gatann hérna í gegn er um 1,5km getur þessi fjandans völlur verið hvar sem er. Bömmer. En helgin er framundan og brekkan er niðrundan og hornið er útundan og því ber að vera kátur sem Torfi(Slátur skv. færsu hjá honum um daginn). Enda ef maður er slátur er engin ástæða til að vera ekki kátur. Maður er alíslenskur og eftirsóttur!
Smá viðbót: Þetta er víst bænadagur ekki baðdagur þannig að 30% af kommentunum mínum um þennan dag eru dreginn til baka, ekki meira.
Fyrir þá sem eru með hljóðkort er alger verðing að kíkja á þetta snilldar flash.


No comments: