Mánudagur Mánudagur Mánudagur. Enn ein vika að líða af stað. Það má svo sem segja að það sé vel, þá styttist en í verkefnalok, en í leiðinni þýðir það að ég þarf að fara að vinna hraðar. Bilað magn af vökva sem hvoldist yfir mig á leiðinni í skólann og því í kjölfarið fylgdi eitthvert ógrynni af eldingum með tilheyrandi hávaða. Eins gott að maður er ekki orðinn forfallinn golfleikari enn. (Stærsti hópur þeirra sem falla fyrir eldingum í USA eru golfleikarar). Það er nefnilega svo finndið með eldingar að ef maður passar sig á að vera í rigningunni lendir maður ekki í eldingu, það er á jaðarsvæði óveðursins sem eldingunum lýst niður og þar af leiðandi lenda golfleikararnir sem ætla að klára áður en regnið skellur yfir brautina, í því að fá í sig eldingu. Þessi fróðleikur um eldingar er í boði Orobleu.
No comments:
Post a Comment