Djöfull er leiðinlegt að vera að vinna inni í 26°C hita. Snapp markið færist óðfluga nær. Ekki til að bæta það, þá er Hans félagi minn, (sá sem hefur haldið geðheilsu minn í lagi á meðan að á þessum skrifum hefur staðið) að klára að binda sína skýrslu inn. Þannig að ég verð einn síðustu tvær vikurnar. Svo sem ágætt, Hans átti að skila 20.júní en það hefur dregist um tæpan mánuð hjá honum. Eru þá orðnir tveir eftir hérna niðri, ég og einn dani. Hann er svo sem ágætur, eða eins ágætur og venjulegur dani getur orðið. Þeir eru jú reyndar mun skárri á sumrin danirnir, veit ekki hvort þeir eru haldnir svona vetrar þunglyndi eða hver djöfullinn þetta er með þá. Ekki er það skortur á öli svo mikið er víst. Annars þá var það áhugaverðar staðreyndir sem komu frá Norge. Það er eitt af fáum löndum sem verðleggur áfengi en djöfulegar en Ísland og hverju skilar það??? Jú þeir drekka jafn mikið og danir, sem eru með lágt verð!!! Þetta er greinilega að skila sér hjá strákunum í Norge. Helv.. hommonistar þessi áfengis mafía heima. Söfnum liði og berjum þá segi ég, Já.
No comments:
Post a Comment