Þriðjudagur til þrautar segir einhvernstaðar að ég held. Búið að vera 26°C hiti og raki frá víti núna um skeið og gaffal. Ég er bara alls ekki að fíla það, fastur inni í sagga víti sem nefnt er bygging 402 í DTU. Ágætt að vera með svona "solar shading" á glugganum þannig að maður þurfi ekki að vera að horfa út, frekar fúlt að sjá sól og blíðu og vera fastur inni. En þetta er jú raun hins innivinnandi manns. Gengur ágætlega með verkefnið, er að klára forritið mitt, það er grunnin af því, þarf svo að láta það virka fyrir allar klukkustundir ársins. Miðað við ítrunartíma tekur það svo sem einar 12 stundir að láta það malla og ég þarf að láta það malla níu sinnum. það er ágætt tölvuver hérna á efri hæðinni með níu tölvum og þær fá að malla einhverja nóttina...! Spurning um að fara snemma heim í dag og koma við á ísbarnum, ekki slæmur sá. Maður getur fengið sér "Store Madsen" en það er eins og nafnið gefur til kynna, kúluís með fimm kúlum, einum negrakoss (sem heitir hér flødebolle), ísúr vél ofaná það, rjómi ofan á ísinn úr vélinni og sulta ofan á rjómann. Þetta er stórt helvíti, læt mér litla madsen duga, það er bara tvær kúlur og ís ofan á, temmilegt fyrir svona norðanhafs strák eins og mig.
No comments:
Post a Comment