Thursday, July 17, 2003

Enn fjandans hiti og svæla, var nánast ólíft í íbúðinni okkar í gær og þó að gluggin væri opinn í alla nótt var enn svaka hitabræla inni í morgunn. Vigga föðursystir Svönku er í heimsókn og er það vel, þá hefur Svanhildur einhvern félagsskap, maður verður sennilega ekki mikið heima næstu tvær vikurnar eða svo. Gersamlega hættur að nenna þessu verkefni, ekki það að ég hafi nennt því á einhverjum tíma punkti, oh nei. Forritið mitt er orðið bilað stórt, 23MB excel skjal sem tekur um 12klst að ítra í gegnum, veiiiii, eða þannig. Hafa hlutina einfalda, forrit ættu ekki að vera stærri en svo að þau væru að leggja saman tvær tölur og því allt eins gott og betra að nota vasareikni. Ég mæli persónulega með Casio FX-580, búinn að nota einn slíkan síðan ég var 13 ára, hefur dugað fínt í verkfræðinni. Nota reiknistokk, þeir voru að svínvirka í gamladaga!!!


No comments: