Þá er helgini liðinn og þetta var hin ágætasta helgi. Byrjaði á fös með julefrokost. Það var hin ágætasta skemmtun verður að segjast, maturinn fínn og skemmtiatriðin líka. Mitt atriði tókst bara alveg bærilega, í það minnsta mikið hlegið þannig að hefur varla verið alsæmt. Svo var vaknað á laugardagsmorguninn og brennt í Dal á Snæfellsnesi þar sem kvennpeningur ferðarinnar bakaði sex sortir af smákökum og karlpeningurinn fór í fjárhúsin. Var bara full lítið að vera ekki nema einn dag í Dal, maður þarf nú eiginlega að fara upp úr tvö á föstudögum og koma heim á sunnudögum og ná þannig fullum tveimur dögum ef vel á að vera. Svo er bara að telja niður dagana fyrir næstu helgi, gerist í raun ótrúlega hratt. Skálum fyrir því.
Margir búnir að biðja um að ég setti brandarana sem ég flutti á föstudagskvöldið inn á netið og ákvað ég að verða við þeirri bón. Það má nálgast víruslaust wordskjal með því að klikka á krækjuna hérna : Brandarar úr Julefrokost
No comments:
Post a Comment