Wednesday, December 10, 2003

Vikan hálfnuð og frost í lofti, allt eins og það á að vera, vantar bara smá snjó til að gera jörðina hvíta. Skruppum á jólatónleika í Hallgrímskirkju í gær, það var hin besta skemmtun. Kórinn góður og prógrammið fínt hjá þeim krökkunum, ágætt að brjóta desember aðeins upp. Svo er það stóri leikurinn með Arsenal í kvöld maður má ekki missa af honum það liggur ljóst fyrir. Annars er frekar mikið að gera í vinnunni hjá mér um þessar mundir, eða fram til 19.des. Þá þurfum við að skila drögum af hönnunarskýrslu fyrir Hellisheiðarvirkjun, gufuaðveituhlutanum, það er þeim hluta sem ég er að vinna í. Það er því fínt að vera að mæta upp úr sjö á morgnanna og fara heim eftir fimm og ná tveimur til þremur yfirvinnutímum á dag, fjárhagurinn minn er mjög sáttur við þessar framkvæmdir mála!!


No comments: