Þriðjundagur til dags runninn. Í dag er skapadagur margra liða í Meistaradeild evrópu en á morgunn er nú stóri dagurinn í þeim efnum. Er að fara á jólatónleika í kvöld upp í Hallgrímskyrkju, fórum fyrir tveimur árum og var það hin mesta skemmtun. Guðrún Lára vinkona okkar er í kórnum þar og ætlum við að hlíða á þau í kvöld. Pabbi kíkti við í gærkvöldi hjá okkur og ég sleit upp entrecote í Gallerí kjöt og eldaði þessar fínu steikur. Þeir eru nú ekkert ódýrastir í bænum í galleríinu en þeir eru samt nokkuð nærri því að vera bestir. þvílíkar snildar steikur. Hef keypt svona áður hjá þeim og þetta bara feilar ekki, það eru einfaldlega aðrir í því að feila á kjötborðum. Fór til að mynda í Nóatún, er ekki frá því að entrecotið þar hafi verið skerpukjöt og það fullhert, djöfulssins viðbjóður það var og rándýrt í þokkabót. Svo fyrir áhugmenn um matargerð þá er hægt að fá frábæra hamborgara í Galleríkjöt stóra og djúsí. Nú er ég orðinn svangur, spurning um að fara og hækka blóðsykurinn aðeins með eins súkkulaðistykki eða tveim!!!!
No comments:
Post a Comment