Tuesday, January 06, 2004

Ekki nema fjórir dagar eftir af þessari vinnuviku. Steingleymdi í gær að dissa nýársmynd ríkissjónvarpsins. Sá einhver Openberun Hannesar??? Hvað er í haus! Þetta var mest óspennandi og leiðinlegasta mynd sem sýnd hefur verið á öldunum í langan tíma. Illa leikin, leiðinleg saga og bara furðulegt verk. Svo er þetta helvíti í bíó núna að mér skilst. Hvað er með það? Sýna mynd í sjónvarpi og fara svo með hana í bíó. Er þetta ekki eitthvað rugluð aðgerða röð. Ég hef svo sem aldrei haldið því fram að Hrafn Gunnlaugsson sé neitt eðlilegur. En sagan er eftir Davíð Oddson svo ég ætla að vona hans vegna að Hrafn hafi afbakað hana vandlega, hún hafi ekki verið svona léleg í upphafi. En nóg um það og aftur til starfa. Björn nei ég keypti ekki Prowlerinn, tengdapabbi á Skidoo Grand touring 583, ekki mikið leiktæki til háloftaiðkana, en traustur og góður sleði til almenns aksturs.


No comments: