Vá hvað það var erfitt að vakna í morgunn. Vakanði að vanda fyrir sjö en lá svo bara í móki fram undir átta. Þetta er í fyrsta sinn í einhverja mánuði sem ég mæti í vinnuna eftir klukkan átta!!!! Þetta má ekki koma fyrir aftur!!! Annars var alveg magnað að liggja svona í móki, maður ætti að gera þetta miklu oftar, láta svolið eftir sér að lúra!! En helgin byrjar á morgun, magnaður fjári það. Elduðum íkt góðan fisk í gær, smálúðu í indversku karrý og kókosmjólk, var alveg magnaður fjári, get varla beðið eftir að það komi hádegi þannig að ég geti klárað leyfarnar af þessu. Ég er persónulega kominn með krónískt ógeð á Sóma samlokum og mun sennilega ekki leggja mér þær í munn aftur, búinn með þann fjára fyrir líftstíð það er bara þannig. Pylsurnar koma reyndar alltaf sterkar inn, held að það sé ekki hægt að fá leið á þeim, veit ekki hver fjandinn það er með pylsur, það má alltaf éta þær þegar maður er svangur. Sama með góðan borgara, fínt í hádeginu að skreppa á gamla vestið (Old West) hérna við hliðina á vinnunni minni og slíta í sig bogga með osti og frönskum og kokteil unnan úr majó frá vini okkar allra Gunnari Majonesi.
No comments:
Post a Comment