Wednesday, January 14, 2004

þá er það dagur miðrar viku sem í daglegu tali er oft nefndur miðvikudagur. Enginn er það snjórinn sem prýðir götur bæjarins líkt og í norðri um þessar mundir, aðeins ís og sót. Miður þykir mér þau skipti. Fá rokið og kuldan en ekki snjóinn. Hins vegar má til sanns vegar færa að of mikill snjór getur líka af hinu illa verið í stað sem Reykjavík þar sem enginn virðist kunna að aka í snjó og glundurroði og almennur atgangur verður oft á götum úti við hið fyrsta fjúk. Spurningin er því sú hvort að Reykvíkingar geti lært að aka í snjó að gefinni þeirri tilgátu að snjóadögum muni fjölga eða að það sé í raun borinn von. En þó segir máltækið að æfinginn skapi meistarann. Má þá búast við að haldið verði meistarmót í snjóakstri í nánustu frammtíð eða mun sú keppni einskorðast við götur höfuðborgarinnar. Munu menn leggja af gangstéttir og taka í staðinn upp gönguskíða stéttir??? Verða gangandi vegfarendur bannaðir til þess að hægt verði að losna við snjó af götum upp á gangstéttirnar. Þetta eru aðeins nokkrar spurningar sem að ég veit að eru að brenna á okkur öllum. Spáum í tilveruna og vörumst innfluttan ost.


No comments: