Þessi vika hefur bara alveg flogið áfram allt eins og það á að vera, styttist óðfluga í að tugirnir verðið þrír. Þá má til gamans geta að Björn nokkur Böðvarsson er tæpan mánuð frá því að verða þrítugur hehe, um að gera að minna hann reglulega á það strákinn. En það á vonandi fyrir flestum að liggja að verða þrítugir þannig að það ætti að vera hið besta mál, eða hvað!!!! Ég mun sennilega ekki ná því að verða atvinnumaður í knattspyrnu sem er mjög skrítið þar sem ég hef ekki verið að æfa knattspyrnu né lagt nokkurt kapp á að verða atvinnumaður. Hins vegar hef ég fylgst með knattspyrnu að krafti en það er augljóslega ekki nóg að fylgjast með til að ná árangri í íþróttinni. Spurning um að snúa sér að skák eða einhverju þesslags. Svo er það kanski málið þar sem hópur af mér og mínum félögum verður sem fyrr segir gamalmenni á árinu að snúa sér bara hið fyrsta að bochia!!! Gætu jafnvel komið sniðug viðurnefni út úr því svo sem "Björn Bochia" kóngur svo eitthvað sé nefnt!!! Held samt ekki persónulega verð ég að segja. Nei.
No comments:
Post a Comment