Jæja þá er það mánudagur á ný. Var frekar sofandi þegar klukkan hringdi í morgunn og lét eftir mér að liggja í móki í hálftíma, það var magnað. Veit samt ekki alveg hvaða ósið ég er að koma mér upp á, það er bara eitthvað svo kallt og dimmt úti að rúmið virkar sem hinn öflugasti segull. Ummmmm rúm. En það er enginn miskun hjá Magnúsi og ný vinnuvika farin að rúlla. Átti hina bestu helgi, skruppum í bæinn í gær stórfjölskildan, kíktum á kaffihús (Te og kaffi að þessu sinni). Hef ekki komið þangað síðan ég flutti út, fínt kaffihús, gulrótarkakan sveik ekki. Ástþór Örn var líka alsæll með rúnstykkið sitt með skinkunni. Sunnudagurinn fór svo í tiltekt og sjónvarpsgláp, alveg hið besta mál inn á milli að taka smá til hjá sér. Þarf svo að fara með videotækið okkar í viðgerð í dag, búið að vera bilað lengi. Þar er svona sex ára gamallt eða svo og er búið að vera bilað í langan tíma, Panasonic drasl, kostar efalaust gommu að gera við það þannig að það er sennilegra ódýrara að fá sér nýtt. Hvernig er það með þessi aukaútlát eru þau endalaus??? Það dettur eitthvað inn í hverjum mánuði sem maður reikar ekki með og kostar lágmark 20 þús og yfirleitt mun meira. Það sukkar bigtime!!
No comments:
Post a Comment