Nú er kominn nýr dagur sem þýðir í raun aðeins það að Björn Böðvarsson er orðinn rúmlega þrítugur. Hann er núna á milli þrítugs og sextugs á meðan að við hinir erum á milli tvítugs til þrítugs. Þetta er bara svona. Annars þá er ágætt að frétta, Ástþór Örn að braggast, hitinn í það minnsta að fara sem er vel. Svo er það bara blessuð vinnan, en það er allt á fullu þar þessa dagana og veitir ekki af. Thierry Henry búinn að skora 101 mark fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni, ekki slæmur árangur það. Ég gersamlega að sofna en það er í góðu lagi þar sem ég pakka af döðlum. Fyndin fæða döðlur, engin undir 40 ára hefur þegið döðlu þegar ég hef boðið þeim þær en allir yfir 40 hins vegar gert svo. Þetta sýnir að þessi krakka gríslingar kunna ekki að meta nammi úr náttúrulegum sykri, heldur þurfa viðbættan sykur til að áhugin vakni. Þetta rennir stoðum undir þá samsæriskenningu að tannlæknar hafi staðið fyrir nammibyltingunni á 20 öldinni.
No comments:
Post a Comment