Ástþór Örn enn veikur, en með mun minni hita samt en undanfarna daga. Það þýðir ekki það samt að hann sofi í einum dúr á næturnar, nei ekki alveg. Hann er búinn að vera að vakna og vera lengi að sofna aftur núna í nokkra daga og þar af leiðandi erum við foreldrarnir ekki upp á okkar ferskasta. Ég verð að segja að ég er gersamlega að sofna, en það er enginn tími fyrir grín núna. Annars er nú frekar lítið að frétta af mér, maður er bara að vinna og svo heima með veikt barn eftir vinnu. En það er nú vonandi að sjá fyrir endan á þessu ferli, menn eru víst veikir í um viku af þessum fjára svo Ástþór gæti átt einn til tvo daga eftir enn. Hlakka bara til að geta sofið aðeins meira, svefn er gífurlega vanmetið fyrirbæri í hinum vestræna heimi.
Svo má til gamans geta að Björn nokkur Böðvarsson óðalsbónda sonur af norðurlandinu er orðinn þrítugur í dag. Björn það eru 3 og 0 á afmæliskortunum. Það dugar ekki lengur venjuleg súkkulaði kaka undir kertin, nei ekkert minna en skúffukaka dugar á svona mörg kerti. En mun þetta þýða að Björninn sé orðinn fullorðin og fari að hegða sér sem slíkur? Án efa NEI, núna er hann bara gamalt barn :-) Til lukku með daginn Bjössi, skál!
No comments:
Post a Comment