Wednesday, March 31, 2004

Þá er veturinn komin aftur með stæl. Sennilega um 10-15cm af snjó úti eftir nóttina og öll blóm komin á kaf. Þetta er reyndar mjög blautur snjór og er á fullu við að bráðna í frostleysinu þannig að væta verður sennilega mjög seinni partinn í dag. Þetta er í raun leiðinlegasta gerð veðurs þessir helv. bleytu umhleypingar, sérstaklega þar sem ég er ný búinn að fá bílinn úr þryfi og bónun þá er þetta ekki skemmtileg tímasetning. Annars þá kíktum við hjónin og Ástþór Örn ásamt Kötu í afmælismat í gærkvöldi, frænka Svanhildar 11 ára. Það var mjög fínt, svaka góð sjávarréttasúpa en góðar sjávarrétta súpur eru allger snilld, sérstaklega ef þær eru fullar af humri. Það mun víst vera að við förum í hólminn (Stykkishólm) í sumar og fáum okkur sjávarréttar súpu niður við höfnina á veitingastað sem þar er starfræktur á sumrin og bíður upp á sjávarrétta súpu með öllu því sem er ætilegt og kemur úr firðinum. Skemmst frá því að segja að súpa sú er snilld og hlakka ég mjög til að renna slíkri niður með kaldri öl krús. Annars er þetta með ölið alveg magnað, ég er búinn að kaupa sem samsvarar 1 kassa af öli síðan ég flutti heim eða fyrir sjö mánuðum en slíkt magna fór á tæpum mánuði í danaveldi. Þetta er nú meira helv...! fasistaveldið sem við búum í hérna. Og mér þykir leiðinlegt að segja það en það eru alltaf einhverjar kerlingar sem eru harðastar í því að halda upp þessum fasista boðum og bönnum sem að stjórnin framfylgir. Ef að það kemur umræða um að stórmarkaðirnir megi selja áfengi þá er það alltaf kona sem talar á móti slíku í öllum umræðuþáttum! Af hverju er það, ég varpa þessari mannfræðilegu spurningu fram? Eru þær að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni á sama hátt og þær halda körlunum við raunveruleikann heimavið??? Afhverju er almennt verið að hafa vit fyrir fólki, það er jú í eðli fólks að fá að reka sig sjálft á og læra af reynslunni! Ég segi lækka áfengisgjöld á léttum vínum og öli, leyfa þjóðinni að vera mollí í nokkra mánuði en eftir það fer þetta að verða hversdagslegt og fólk hættir þessu sulli og fer að umgangast þessa hluti af meiri skynsemi en hún gerir í dag. Þannig er það bara nú!

No comments: