Tuesday, March 30, 2004
Þá er vikan komin á fulle sving og það í góðu lagi. Var sofnaður um elleftu í gær og vaknaði því á undan klukkunni í morgun, það er ágætt þar sem Ástþór Örn er farinn að vakna frekar snemma svona eftir að það fór að birta og ágætt að vera ekkert að láta hann rumska við klukkuna. Svo er Svanhildur að fara í próf í dag, búin að vera voða dugleg að lesa. Ég gat ekki annað en vorkennt henni þegar hún var að lesa í gær og hugsað hvað ég er ótrúlega feginn því að vera búinn í þessu skóla prógrammi. Mig langar akkúrat núll til þess að fara aftur í skóla og einungis stuttnámskeið í nánustu framtíð myndu koma til greina hjá mér. Enda held ég líka að ég sé alveg búinn að skila mínum tímum í setu á skólabekk og gott betur, stefnan var jú alltaf hjá mér að fara ekki í háskóla og helst ekki í menntaskóla en svona geta hlutirnir breist! Annars þá er Las Ketchup með Asereje í útvarpinu núna, eru engin lög varðandi það að spila svona lélaga múskík svona snemma morguns, þetta er mannskemmandi fjári en ég svo sem hvarta ekki meðan að þeir spila ekki Mambó nr.5 eða Hanson systur, það yrði of mikið að taka inn svona nývaknaður!!!!
No comments:
Post a Comment