Thursday, April 01, 2004
Voða lítið að frétta af mér í dag, er bara frekar þreyttur svona í morgunsárið. Ástþór Örn að vakna smá í nótt, ekkert alvarlega samt en ég var nú frekar syfjaður þegar klukkan hringdi í morgun. Var reyndar mikill göngudagur hjá mér í gær, fór með bílinn niður í síðumúla að láta setja í hann handfrjálsa bílaeiningu sem að fylgdi með bílnum þegar hann var keyptur en ég átti þá ekki síma sem ég gat notað þetta í. Labbaði svo til baka í vinnuna og seinna um daginn labbaði ég svo og náði í bílinn. Þetta var mjög hressandi heilsubótaganga verður að segjast, eini gallinn var þetta bölvaða slabb sem er út um allt núna maður þarf að passa sig á að láta ekki gusa á sig þegar maður gengur um gangstéttir bæjarins!! Svo höfðu þeir sem settu bílaeininguna í fært barnastólinn og ég var að reyna að festa hann í morgunn, tókst ekki betur til en svo að ég braut eina festingu!!!! Meira djöfulssins draslið verð ég að segja, var ekki að taka almennilega á því einusinni, en þetta er klemma sem klemmir öryggisbeltiðog þarf að taka á en þessir blessuðu VÍS stólar er greinilega svona ógeðslega öruggir því að þetta brotnaði við lítið átak!!! Spruning um að fara í Babysam og kaupa sér stól sem að endist fram að 12 ára aldri!!!!
No comments:
Post a Comment