Þá er vikan að komast á þann punkt að hún er að styttast í annan endann. Það er í rauninni hið besta mál verður að segjast, þyrfti reyndar að vinna um helgina ef að vel ætti að vera en sé nú bara til hvort ég nenni því. Skruppum til Þórdísar systur í smá kaffi í gær, Ásta átti afmæli um daginn og það var haldið upp á það á sunnudaginn, við mættum ekki á sunnudag þar sem við vorum ný komin að vestann og þreytt eftir helgina, búið að hnýta tölvert í okkur fyrir að hafa ekki mætt þar. Finndið fyrirbæri fjölskyldan, þegar það verður issue að maður mætir ekki barnaafmæli þá er ekki von á góðu :-) En nóg um það, við sem sé mættum í gær og það var mjög fínt, Ástþór Örn hefur alltaf gaman að því að komast í nýjan dótastafla og skemmti sér því konunglega. Svo var það nú bara róleg stund fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi með poppkorn og alles, hvað vill maður hafa það betra???
No comments:
Post a Comment