Þá er helgin liðin en þessi fór fram í góðu yfirlæti á Snæfellsnesinu. Búið að snæða dýrindis lambakjöt og danska lifrarkæfum með tilbehør og alles. Ástþór Örn skrapp í fjárhúsin og leist ljómandi vel á þetta allt saman, hann er svo mikklu kátari með lífið í sveitinni en í borginni að það er nánast finndið að sjá muninn á barninu, það er hlegið nánast allan tímann í sveitinni. Bragð er að þá barnið finnur segir máltækið!!!!! Var reyndar alveg hífandi rok mestan part helgarinnar, það hefði nú alveg mátt sleppa því mín vegna. Svo er það bara ný vinnuvika áður en næsta helgarfrí lætur sjá sig. Er núna að hlusta á Machina II með Smashing Pumpkins, en það er plata sem var tekinn upp samhliða Machina I / The machin of god en aldrei gefinn út, aðeins 25 stykki af vínil pressuð, Billy Corgan setti svo löginn af þessari plötu inn á heimasíðuna sína til að fólk gæti downloada frítt!!!! Svona á að gera það, "Go Billy".
Bara fyrir þá sem ekki eiga slíkt þá er mér ljúft að tilkynna að við hjónin eigum miða á Pixies!!!!!!!!!
No comments:
Post a Comment