Tuesday, March 16, 2004

Jæja vikan byrjuð að malla og styttist þar af leiðandi óðfluga í helgina. Flugurnar eru reyndar að byrja að kvikna þannig að sennilega er einhver óð fluga þarna úti sem að styttist í helgina hver veit ekki ég. Var að fá svona yfirlist lista yfir verkefni tengd Hellisheiðar virkju og mér sýnist nú í fljótu bragði að það verði nóg að gera næsta árið og gott betur en það og upp úr apríl fer allt á fullt. Annars þá gerði ég góðverkið mitt á sunnudaginn. Fann GSM síma fyrir utan Kolaportið (á planinu við Bæjarins bestu) en þar lá síminn í gangi og alles og bakið var dottið af honum þannig að miði með pin númerinu var dottinn út (ekki mjög gáfulegt að geyma pin númer á símanum!!). Ég náttúrulega tékkaði hvert viðkomandi væri að hringja og eina númerið sem hringt hafði verið í var til Dau. Ákvað ég því að fara bara með síman á löggustöðina þar sem ekki væri víst að Dau talaði íslensku! Þegar ég var svo að keira upp Hverfisgötuna hringi Dau og talaði íslensku og alles. Þetta voru sem sé tvær ungar stúlkur um 16 ára eða svo með móður annarrar eða beggja í símaleit. Mikil gleði greyp um sig hjá stúlkukindinni þegar hún fékk aftur síman í hendurnar fyrir utan löggustöðina við Hlemm. Góðverk vikunnar sem sé afgreitt!


No comments: