Þá er enn einni helginni lokið og eins og venjulega mætti hún vera fimm dögum lengri. Var hin fínasta helgi hjá okkur, farið út á róló með Ástþór og mamma og pabbi litu inn, svo og Þórdís systir. Skrapp með pabba í Kolaprotið á sunnudag, þangað hef ég ekki komið í mörg ár
gaman að kíkja á íslenska markaðsstemmingu maður kynntist þessu vel í Danmörku, alltaf einhverjir antik markaðir þar í gangi. Verður nú að játast þó að þeir eru mun flottari en þessir markaðir hérna heima!!!! Svo fór boltin mjög vel um helgina, öll vondu liðinn töpuðu. Annars þá keypti ég mér nýjan GSM síma á föstudaginn og er búinn að vera að leika mér með hann um helgina, voða fínn minigolf leikur í honum :-) Annars er þetta hið besta tól (má líka vera það fyrir þann pening sem hann kostaði) af Sony Ericsson gerð Z600 svo kallaður skeljasími(opnast í miðju). Myndavél og allur pakkinn fylgir þannig er það alltaf gaman að fá ný tæki!!! Svo elduðum við okkur hreindýra steik í gær, ég er enn brosandi eftir að hafa snætt þann dýrindismat.
No comments:
Post a Comment