Þá er hann runninn upp föstudagurinn. Stefnan er að skella sér í sveitasæluna í dag, það er keira út á Snæfellsnes og verja helginni þar. Það þykir mér verða hið albesta mál verð ég að segja, albesta. Hefði svo sem ekkert veitt af því að vinna smá um helgina þannig að það er fínt að fara út á land þannig að það sé ekki valkostur! Veitir heldur ekkert af því að taka mér hlegarfrí. Það er stórlega vanmetið að eiga frí, undir staða allrar vinnu eru góð frí það er bara þannig. Óþreyttur starfsmaður er mun betri en þreyttur sérstaklega ef hann er andlega þreyttur, og þar koma helgarnar sterkar inn. Því skal varast helgarvinnu og annað bull eins og heitan eldinn. Því mætti bæta við ellefta boðorðinu: Þér skuluð eygi um helgi vinna! Líst vel á það!
No comments:
Post a Comment