Monday, April 05, 2004

Þá er byruð ný vinnuvika og verður hún í styttra lagi að mér skilst. Unnið til og með miðvikudags og svo ekki aftur fyrr en þann 13 Apríl sem er þriðjudagur. Þetta væri að jafnaði mjög gott en þar sem útboðsdeadline er hjá mér þann 17apríl og ég á enn eftir að skilgreina álög og krafa út frá jarðskjálftaálögum og kraftreikna allt batteríð þá er tölvert eftir enn þá. Þetta gamla hefðbundna útboð er svo sem klárt en allt of mikir reikningar eftir!!! En nóg um vinnu nörda fræði, átti alveg ljómandi helgi með fjölskyldunni, fórum niður á tjörn með Ástþór Örn á sunnudaginn að gefa öndunum, það var voða gaman, röltum svo smá á laugarveginum áður en við fórum heim með hann að leggja sig. Hann var svo ekkert á því að sofna þannig að mamma hans rölti með hann niður í Hagkaup. Ég var að setja í vél og ákvað svo að rölta bara emð þeim, þannig að ég hljóp á eftir þeim en þar sem mín er snör í snúningum náði ég þeim rétt áður en þau vorum kominn alla leið þannig að þett var sprettur að heiman og niður í skeifu. Djöfull er ég kominn í lélegt form það er ekkert findið við það ég var gersamlega að tapa lífinu eftir þennan sprett, hjartað við brotmörk og lungun nánast farinn. Held að það sé að komast tími á það að fara að hreyfa sig meira, annað en putta á lyklaborð og þesslags hreyfingu!!!

No comments: