Tuesday, April 06, 2004
Næst síðasti vinnudagurinn í þessari viku, kæmi mér reyndar ekki á óvart ef að ég þyrfti að vinna eitthvað meira en það!!! Þvílíka sólin og blíðan úti, er reyndar ekki nema -2°C en hið besta gluggaveður. Er ekki búin að fá mér páska egg en það stendur til bóta, sá líka að það er 30% afsláttur í Nóatúni núna, spurning um að bíða aðeins lengur!!!! Svanhildur þurfti upp í skóla núna í morgunn þannig að þetta var í fyrsta sinn í mjög langan tíma sem ég var ekki einn í bílnum á leiðinni í vinnuna, skemmtileg tilbreiting það!! Venjulega er ég einn á ferð en þau mæðginin heima að kúra. Svo þarf maður að fara að skipuleggja sumarfríið sitt, ætti að eiga einhverja daga í því!! Findið að vera að fara að fá sumarfrí í fyrsta sinn á ævinni, átti reyndar part úr ágúst í fyrra úti í Danmörku þegar ég var búinn með verkefnið mitt, en það fór mikið í að pakka og ganga frá íbúðinni og koma sér út úr kerfinu í Danmörku þannig að um hreina frídaga var víst eitthvað minna. Verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út núna í sumar. Áfram sumarfrí!!!!
No comments:
Post a Comment