Thursday, April 08, 2004

Þá er maður orðin endanlega geðveikur, mættur í vinnu klukkan 7:30 á frídegi, þetta er náttúrulega mun meira en nett veila!!! Plús: jú maður fær daginn á yfirvinnu og mér veitir ekki af því að reyna að grynnka á vinnustaflanum. Mínus: Það er sjúkt að vera að vinna á frídögum nema einstaka helgar. Þannig er það bara ég sem ekki reglurnar. Annars þá skreppum við hjónin vestur á eftir svona um 3-4 leitið, skrítið að hafa ekki Ástþór Örn hjá okkur í gær, mann er farið að hlakka mjög til að hitta kappann á eftir. Svo var smá happadrætti í vinnunni í gær, allir diskarnir í mötuneytinu voru með númer á botninum og maður skilaði þeim svo inn að máltíð lokinni og gat unnið páskaegg. Ég náttúrulega vann ekki í fyrstu atrennu en þar sem ekki gengu öll eggin út var dregið úr "óseldum miðum" og þar kom mitt númer upp og ég fékk þetta fína páskaegg númer 4. Mikil lukka með það. En framundan vonandi hinir albestu pákar. Megið þið eiga gott páskafrí gott fólk!

No comments: