Thursday, June 24, 2004

Almennur vinnuleiði í sumarsólinni

Það vill nú svo skemmtilega til um þessar mundir að ég bara nenni alls ekki að vinna, er algjörlega gersamlega svakalega ekki að nenna að fremja þá iðju. Og þó er ég ekki iðjuþjálfi! Var t.d. ekki nema 7 tíma í vinnunni í gær og þá var nóg komið. Fór reyndar í leiðangur og keypti prentara þar sem sá gamli gaf upp endurnar fyrir nokkrum vikum. Er búinn að vera að spá og spekulera um hríð núna. Ætlaði að hætta í Canon, prófa eitthvað annað jafnvel brjóta prinsip mitt og fá mér Epson og fór að ransaka þá, leist svo sem vel á prentarna en rekstrarkostnaður á þessu er frá helvíti, einhver 15ml hylki á yfir 3000kr í svörtu!! Fór því næst að kíkja á HP og var orðinn ákveðinn í að fá mér slíkt en eins og áður fór ég og kíkti á rekstrarkostnaðinn og á photo prenturunum frá HP er rekstrarkostaðurinn algert rugl. Þriggja lita hylki 17ml á 3600kr. Svona í samanburði þá er HP með önnur hylki sem eru ekki í myndaprentarana 32ml á 3500kr!!! Þannig að ég valdi en að nýju Canon, núna I865, þar er svart 17ml hylki á 1095kr!! og hver litur seldur stakur. Þetta er einfaldlega mun hagkvæmari prentari!

No comments: