Líf mitt sem lax!
Við erum búin að eiga þessa fínu helgi á Snæfellsnesinu, skroppið í veiði, góður matur borðaður og Ástþór Örn fékk að sitja hjá afa sínum á baki á hestinum sínum og ég teymdi undir þeim smá hring við mikla kátínu stubbsins. En svo var það veiðin á sunnudag, var að kasta niður við á í strekkings meðvindi þegar vindurinn greyp fluguna og og fékk strenginn í hausinn og hugsaði með mér, fjandinn þessi kemur nú ekki til með að kastast rétt út í á. Það varð og raunin þar sem örskotsstundu seinna fékk ég þetta fína högg í bakið þegar flugan skall í herðarblaðinu á mér. Vildi ekki betur til en að hún fór í gegnum þykka peysu og bol og tveir önglar stungust inn í bakið á mér það djúpt að agnhöldin fóru bæði á bólakaf og hefðuðu fötin við bakið á mér. Það skipti engum togum en fjandans flugan var pikk föst í bakinu og náðist ekki út þrátt fyrir mikil tog!!! Svanka brunaði því með mig í Stykkilshólm þar sem læknir var ræstur út og þurfti hann að klippa utan að mér fötinn og klippa svo krókana af áður en hann gat skorði restina úr bakinu á mér!!! Svona líður sem sé löxum með öngla í sér (ekki það að þessi kvikindi eru með kalt blóð og skynja ekki sársauka). Engin var því laxinn hjá mér en ég setti samt í einn nokkra punda!!!!
No comments:
Post a Comment