Wednesday, June 23, 2004
Nú er sól og sumar í sinni enda dreif ég mig heim úr vinnu klukkan 4 í gær, á mínótunni sem að vinnudeginum lauk hjá mér. Vinnulega séð þyrfti ég að vera að vinna mun meira en andlega hliðinn kemur í veg fyrir það hjá mér. Það eru heldur ekki svo margir góðviðrisdagar á þessu skeri að maður vilji vera að eyða þeim í eitthvað yfirvinnubull, virkar ekki svoleiðis. Grilluðum okkur þessar fínu pylsur í gær, svanka græjaði karftöflusallat og alles þannig að nú er búið að dusta rykið af grillinu og það því klárt í frekari sérverkefni. Græjaði líka hjólið hennar svönku í gær, skipti um hnakk og dældi í dekk og keypti hjálm á Ástþór Örn þannig að við feðgarnir skruppum í smá hjólatúr í gær. Ég hafði ekki stigið á hjól síðan í danmörku og ég flutti þaðan í ágúst í fyrra!!!!! Þessu skal ráðinn bót á, hjólið mitt fer í klössun þann 1.sta júlí og eftir það er það bara fun and games!
No comments:
Post a Comment