Thursday, January 13, 2005
Fundir
Já það er merkileg með mannskepnuna, alltaf heldur hún að grasið sé grænna hinumegin við girðinguna. Ég er sem dæmi alltaf að tala um hvað það er fínt að fara á fundi, sitja og hlusta og leggja til málana við og við, sitja þess á milli og sötra kaffi. Nú svo þegar maður lendir í því, eins og í morgun að þurfa að sitja á fundir allan morguninn, þá er það bara helvíti fínt, meira af því!!!
Annars þá er búið að vera lokað inn á bað hjá okkur um stund þar sem ég pússaði og lakkaði vaskaborðið. Nema hvað, þetta hljóp allt í kekki og kúk og var ekkert að gera sig!! Ég reyndi bara að fara aðra umferð yfir í þeirri von að þetta myndi nú jafna sig, en allt kom fyrir ekki þetta bara versnaði. Nú þá voru góð ráð dýr og Svanhildur fór í Byko sem seldi okkur lakkið og í ljós kom að þetta var olía ekki lakk!! Ég í blindni treysti Bykoman sem sagði að það ætti bara að pússa með 180 pappír og Lakka yfir!! Nema hvað þá á að bera þetta á og pússa svo nánast strax með 500 pappír. Svanhildur er því í dag búinn að skafa af olíulagið sem ég setti á og bera nýtt á og pússa. Og ég sem ætlaði alveg að hlífa henni við þessa framkvæmd!! Sorrý Svanhildur!
No comments:
Post a Comment