Monday, January 10, 2005
Vikur líða
Já tíminn flýgur áfram, og ég hef engan veginn verið að standa mig í blogginu í liðinni viku. Ástæða þess mun helst vera annir í vinnu, búinn að vera í akkorði við að klára hin og þessi verk og hef bara varla farið inn á netið undanfarna viku. En núna eru yfirmenn mínir báðir í útlöndum og hvað er því betra en að skrappa smá á veraldarvefinn??? Búið að vera fínt hjá okkur fjölskyldunni undanfarið, kaffiboð hjá Vigdísi í gær, þrettándaboð hjá Hjalla með svakalegri flugeldasýningu, rusi, án efa flottasta einkasýning sem ég hef orðið vitni af, almagnað hjá honum piltinum. Svo fórum við í afmælismat hjá tengdamóður minni um daginn, þaö var glæst og því hefur verið nóg að gera hjá okkur í sósíalinum og er það vel. Ég byrjaði svo að pússa borðplötuna inn á baði í gær, hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað þetta er mikið verk að pússa eina svona plötu ef maður á ekki juðara, aðeins sandpappír!!! Þetta er nú langt komið samt og kemur til með að verða mjög flott!! Ný blöndunar tæki á vaskann svo að blessaður sílekinn ætti að heyra sögunni til!!! Já framkvæmdagleði og allt jólaskrautið komið í kassa (það var reyndar ekki mér að þakka :-) )!! Já það er um það bil það!!
No comments:
Post a Comment