Tuesday, January 11, 2005

sittlítið af engu!



Enn nýr dagur en sömu þjáningarnar. Veit ekki hvað það er en heimilifólk á mínu heimili er óhemju syfjað um þessar mundir. Ég búinn að vera í pússistandi á borðplötum, Svanhildur í ritgerðarsmíð og Ástþór Örn í aðlögun á leikskóla. Það hefur því ekki verið nein sérstök ánægja þegar klukkan hefur hringt á morgnana hjá okkur, ekki það að það sé þannig almennt:-) En því hef ég ákveðið að vera kominn upp í rúm ekki síðar en 10 í kvöld. Á eftir að sjá hvort það gangi, en ég verð að segja að ég hlakka óhemju mikið til að skríða undir hlýja dúnsængina og steinsofna þar. Skruppum í ofnæmispróf í gær hjónin, Ástþór Örn er með ofnæmi fyrir köttum svo að við ákváðum að athuga hvort við værum með eitthvað slíkt sem reyndist ekki vera og er það vel. Já það er nú það!

No comments: