Þá er það þriðjudagur, alltaf einu sinni í viku koma þriðjudagar. Kemur ekki oft fyrir að þriðjudagar séu tvisvar í viku en ekki skal útiloka neitt! Stóri plúsinn við að vera að vinna lokaverkefni einn er að ég ræð mínum tíma algjörlega og til dæmis í dag langaði mig að vera heima og spila civilization III og þá geri ég slíkt. Er ekki tilveran dásamleg??? Sólin lúber rúðurnar hjá mér en hitinn er samt ekki nema 2°C. Þetta er sem C það sem menn kalla Windows veður og því tilvalið að nota slíkt til tölvunotkunar. Það er sem sé ekki svaðilfara veður eins og Torfi og Eva lentu í á suðurför sinni. En eins og menn ættu að vera að segja, enginn er karakterinn sem ekki hefur í svaðilför lent. Það finnst mér a.m.k.
En að alvarlegri málefnum! Hjörleifur, hefur Gorenje verið að svíkja þig með bileríi eða er hann bara ekki vel byggður í grunninn?? Þetta er geypilega nauðsynleg spurning og ég reiði mig á Hjölla með svar :-)
En nú er Hildur vinkona okkar í heimsókn að kíkja á littla manninn og Svanhildur er búinn að baka eplaköku svo hugurinn hefur verið færður frá lyklaborði að maga. Látum það vera lokaorð að sinni.
No comments:
Post a Comment