Jæja þá er kominn mánudagur. Geypileg mæða það. Segja má að Garfield hafi rétt fyrir sér í öllum aðalatriðum og sér í lagi um mánudaga! Mánudagar tákna visst upphaf, og til að það upphaf geti átt sér stað þarf endi á eitthvað annað. Og mér sem var farið að líka alveg ljómandi við liðna viku.....Búmmmm!!! vikan búin. En nýrri viku fylgja ný verk og hið fyrsta sem ég gjörði í morgun var að fara niður í sendiráð og sækja passa fyrir Ástþór Örn. Magnað að fá fimm ára passa fyrir kornabarn. Eitt orð eins og Lárus Björnsson myndi orða það "FÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍFL". Eitt er að vera með ökuskírteini til sjötugs frá 19 ára aldri, smá séns að hægt sé að sjá svip eftir allan þann tíma (ekki stór þó), en annað að gera ráð fyrir að barn sé eitthvað líkt sér að fimm árum liðnum. (Aftur "FÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍFL"). Fór svo og kíkti í Elgiganten sem er ELKO Dana. Erum að spá í ísskáp, fengum aur í brúðkaupsgjöf og ættlum að fjárfesta í heimilistækjum. Þá er það spurninginn! Á maður að kaupa eitthvað Zanussi rusl af því það er svo billigt eða á maður að kaupa alvöru græju! Svarið er tvímælalaust ekki Zanussi eða Candy eða eitthvað öfugugga merki! Nei maður á að eyða aðeins meiri peningum og fá sér eitthvað almennilegt sem endist lengur en hálft ár. Við hjúin erum að spá í Stolti Slóveníu "Gorenje". Það eru ægi fögur og endigargóð tæki sem ættu að vera til á hverju heimili (eða siemens, AEG, Miele o.s.frv.). En svona mál skal ígrunda gaumgæfilega og ekki skal flana að neinu.
No comments:
Post a Comment