Thursday, February 19, 2004

Alveg magnað. Ég er búinn að vera að mæta í vinnuna rétt upp úr sjö í margar vikur núna en í fyrsta skiptið í morgun varð ég fyrstur í vinnuna. Hef alltaf verið að velta því fyrir mér hvort að ég myndi ekki rétt númerið á þjófavarnarkerfinu og í ljós kom í morgunn að svo er. Disarmaði kerfið og fór inn. Matti stóri er venjulga kominn klukkan sjö þannig að hann slekkur alltaf á kerfinu en núna var hann skrefinu á eftir mér. Svo eru það náttúrulega stóru fréttirnar í dag, Ástþór Örn er orðinn eins árs í dag. Núna er hann ekki lengur núll ára og er því teljarinn hans kominn í gang. Við ætlum ekki að halda neitt upp á það, þetta er svoddan agalegur fjöldi af ættingjum sem maður á þannig að ef maður byrjar að halda upp á svona verður það hörku vinna. Þannig að á meðan að við búum ekki í okkar eigin húsi þá getur maður ekki verið að standa í því að halda miklar veislur. Það kemur bara á næstu afmælum. En nóg af blaðri, best að halda áfram að vinna!!


No comments: