Þá er helgin liðin og eins og venjulega mætti hún vera mun lengri. Sér í lagi þar sem ég fór í vinnu á laugardaginn finnst mér hún eitthvað í styttra lagi. Annars var þetta hin ágætasta helgi, ég var í vinnu á laugardag og svo heima með Ástþóri í gær. Tók til um morguninn heima og svo vorum við Ástþór bara að spauga fram eftir degi. Svanhildur var hjá Guðrúnu í gær þannig að við vorum bara tveir karlarnir heima í gær. Væri svo mikið til í það að eiga mun fleiri daga með honum heimavið, ergo helgarnar þyrftu að vera lengri. Það bendir allt í þá áttina. Í ekki ómerkari löndum en Puerto Rico er alltaf fjögurra daga helgi og einungis unni frá þriðjudegi til fimmtudags. Er það ekki það albesta, eru þeir ekki búnir að fatta hvað þetta gengur út á allt saman. Þykja reyndar frekar latir þegar þeir flytja til annara landa sbr. USA en þá er þetta bara spurning um að vera heima hjá sér í "helgarfríi". En núna er það bara vinnan sem kemur aftur inn af fullum krafti og þá verður maður bara að taka á því.
Ps. gaman að sjá 17milljóna punda manninn slátra Chelski í FA Cup í gær.
No comments:
Post a Comment