Wednesday, February 18, 2004

Þá er dagur miðrar viku upp runninn og mátti það ekki tæpara standa. Verð að segja að ég er alveg ekki að nenna að vera í vinnunni þessa dagana. Búinn að vera eitthvað þreyttur og hálf slappur núna í vikunni og þegar þannig stendur á nennir maður alls ekki að vera að vinna. En maður hefur víst ekkert val með það annað en að bíta í skjaldarrendur! Nóg um það. Íslandía er búin að liggja niðri síðan á laugardag þannig að engar uppfærslur hafa verið að heimasíðunni okkar Svönku, en hún virðist vera kominn inn núna, veit ekki alveg hvað er búið að vera í gangi hjá þeim strákunum. Ótrúlega leiðinlegur rigningarsuddi úti núna, rok og rigning, svona ekta íslenskt sælu veður. Sigyn mágkona átti svo afmæli í gær og Diddi bróðir fékk hjá mér matreiðslubók til að elda nú eitthvað fínt fyrir frúna. Eldaði kjúklingin minn með ananasnum og cashew hentunum, hann svíkur aldrei sá, hepnaðist bara vel hjá honum að mér skilst. Annars þá eldaði ég Baska kjúkling um helgina, hann var góður sá. Fékk svo flotta matreiðslubók frá Svanhildi í jólagjöf að það var ekki seinna vænna að fara að nota hana. Svanhildur græjaði svo mjög góðan karftöflurétt með balsamik ediki og allskonar með kjullanum, þetta var allt hið albesta og verður pottþétt eldað aftur!


No comments: