Friday, February 20, 2004

Þá er helgin runnin upp, en helgarfríið ekki að sama skapi. Þyrfti að vinna um helgina en ég nenni því ekki satt best að segja. Sé til hvort að ég nenni að skreppa nokkra tíma um helgina, meira verður það ekki. Var komin heim um fjögurleitið í gær þar sem búið var að baka köku og fínt fínt á mínu heimili í tilefni af afmæli Ástþórs Arnar. Amma hans kíkti svo í kaffi ásamt Viggu fræmku og þetta var hin skemmtilegasta stund. Ekkert sérstakt er planað um helgina, nema að Þórdís systir ætlar sennilega að kíkja í smá kaffi á sunnudag, á enn eftir að nefna það við Didda ef hann verður í bænum. Ég er bara orðin svo gamall að þegar að maður er að vinna svona mikið í vikunni þá finnst mér bara fínt að slappa af heima hjá mér um helgar. Maður fær líka alltaf fína leikfimi í því að passa Ástþór Örn, æði duglegur að rölta um og taka hluti sem hann á ekki að taka!!! Það er því alástæðulaust að fá sér kort í laugarnar ef maður á einn einsárs!!!!


No comments: