Þá er sprengidagurinn liðinn. Ég hef persónulega ekki verið mjög hrifinn af saltkjöti í gegnum tíðina en tvö ár í útlöndum án saltkjöts hafa gert að það verkum að mér er farið að finnast þetta hin besta fæða. Mikið etið í gær, amma Svanhildar kom í mat og var þetta hin besta máltíð. Svo var það meistaradeildin í gær þar sem mínir menn unnu loksins sigur á spænsku liði á spænskri grund, alls ekki sannfærandi varnarleikur þó en það kom ekki að mikilli sök þegar upp var staðið. Varnarleikurinn í báðum mörkunum sem Arsenal fékk á sig var í raun svo slappur að um ManU vörnina hefði getað verið að ræða í þessum tilvikum!!! Svo er farið að styttast í að Svanka fari til London, það verður skrítið að vera með Ástþór einn, ekki það að Kata og Ástþór ætla að hjálpa með þetta þannig að maður verður alls ekki einn með hann. Sennilega fara þau með hann vestur á föstudag og ég ætla að reyna að komast vestur á laugardag, ná einni nótt einn í rólegheitunum, það verður ekki amarlegt, leigja spólu og sofna klukkan 10 það er planið!!
No comments:
Post a Comment