Þá er það föstudagurinn. Dagurinn sem ég átti að skila útboðinu!!!! Það er ekki alveg að gerast. Vaknaði á venjulegum tíma í morgun, frekar þreyttur þannig að ég seinkaði klukkunni og lagði mig aftur. Ekkert smá gott, mætti svo í vinnuna klukkan 8, langt síðan að ég hef mætt svo seint í vinnuna. Svanhildur fer svo út á eftir, ég ætla að skutla henni á völlinn og Ástþór Örn fer svo vestur á nes þannig að ég verð einn í kotinu fram á morgun. Ég hef ekki verið einn yfir nótt síðan að Svanhildur átti Ástþór Örn fyrir um ári síðan. Svo bauð Diddi mér í mat í kvöld þar sem Affí systir og Elli mágur eru í bænum núna, ætla að reyna að ná því, ef maður verður ekki búinn að stúta sér úr vinnu áður. Er um það bil að verða þreyttur á þessari törn, hún er búinn að vera full lögn að mínu viti. En maður valdi sér þetta starfssvið og hefur því ekki mikinn rétt á því að vera að væla. Annars góða helgi öllsömun!
No comments:
Post a Comment