Þá er helgin því miður liðin og vinnu vikan byrjuð á ný. Helgin var fín að þessu sinni, fór ekkert í vinnu þó svo að mér hefði ekkert veitt að því, hafði bara ekki nóg siðferðisþrek til þess að hafa mig af stað. Á sunnudag, kíktu svo Diddi og Þórdís ásamt fjöldkyldum og Guðrún Lára og börn líka í smá kaffi, svona í tilefni afmælis Ástþórs Arnar, ekki formlegt afmælis boð þó bara svo smá. Það er líka þannig að þegar systkini mín mæta með börnin sín þá er orðið fullt hús manna :-) En svo er það bra brjáluð vinna hjá mér framundan í vikunni, síðasta vikan sem ég hef til að klára hönnunina mína og í raun slatti eftir. Svanhildur fer svo til Englands með skólanum næstu helgi og ég er að vona að ég verði búinn með verkið fyrir þann tíma svo að ég geti farið vestur með Ástþóri og Kötu og Ástþóri Erni, væri fínt að komast aðeins í sæluna fyrir vesta eftir vinnutörn!!!! Boltin fór líka eins og best varð á kosið um helgina!!!!!
No comments:
Post a Comment