Jæja þá er hættulega lítið eftir af þessari viku. Ég ekki nærri búin með það sem fyrir liggur og það er í raun alltaf að bætast við eða þannig! Ég lendi nátturulega í því að vera fyrsti til að hann hluti hérna á stofunni eftir nýjum reglugerðum evrópubatterísins til að geta fengið CE merkingar á hönnunina og þarf því að surfa í gegnum reglugerðar pakka til að finna út hvað þarf að gera og hvað ekki. Biluð leiðindi að lesa þessa texta og skrattanum tímafrekara. En þetta er víst partur af því að vinna nörda vinnu!!! Ég verð ekkert smá fegin þegar þessari vinnuttörn verður lokið, er eiginlega orðin frekar lagnþreittur verður að segjast. Svo er það meistaradeildina að byrja aftur í kvöld, það verður gaman að sjá hvort að mínir menn ná loksins að rústa þessari spánargrílu og leggi ekki Celta Vigo á spáni í kvöld, sé því ekkert til fyrirstöðu. Svo finnst mér að Gerard Houlier eigi að vera sem lengst í starfi hjá Liverpool!
Annars var bolludagurinn í gær eins og allir vita vonandi. Bollukaffi hérna í vinnunni sem var vel en ég verð að segja að ég skil ekki þennan sið að setja hreinan rjóma í bollurnar. Vissulega þarf að vera rjómi, en því ekki að blanda honum í smá fromage eða búðing eins og danirnir gera. Með því að gera það verður rjómin bæði bragðbetri og ekki síður, hann verður ekki eins loftkendur. Þegar maður er búinn að borða eina rjóma bombu er maður nánast kominn með ógeð á rjómanum og langar ekki í fleiri bollur. Með því að blanda rjómann getur maður borðað mun fleiri bollur!!! Þessar gerbollur sem hægt er að kaupa í bakaríum eru líka bara rúnstykki með rjóma, hvað er með það?
No comments:
Post a Comment